Fimmtudagur, 30. desember 2010
Flugeldasala til styrktar yngri flokkunum?
Ég get ekki skilið að fólk kaupi vitandi vits flugelda með 300% álagningu (ef flugeldasala björgunarsveitanna í fjóra daga tryggir starfið allt árið hlýtur álagningin að vera drjúg sem mér finnst í lagi enda fjáröflun í leiðinni) af seljendum sem bera enga samfélagslega ábyrgð. Nema ef það er pabbi manns, þá get ég skilið að maður freistist.
Björgunarsveitir fara ekki bara á jökla og bjarga fólki úr sprungum ef einhver skyldi hugsa að þetta kæmi sér ekki við - nei, þær koma líka á vettvang þegar þök rifna af húsum í mannabyggðum. Við getum öll orðið þiggjendur.
Og það þarf ekki að kaupa flugelda til að styrkja björgunarsveitirnar. Peningur er peningur þótt hann sé einfaldlega gefinn. Og ábyggilega er hægt að fá uppgefið bankanúmer Björgunarfélags Akraness ef maður vill sýna í verki að manni finnist maður eins og Þórður Guðnason skipta máli.
Hjá Landsbjörgu er hægt að velja milli fleiri slysavarnadeilda og björgunarsveita en ég treysti mér til að telja.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)