Fimmtudagur, 20. október 2011
Glerbrot og glersalli
Rekstrarkostnaðurinn við hjólið eykst stöðugt. Þetta eru að verða alveg 3.000 krónur á mánuði (stofnkostnaður 60.000) því að slangan springur eða slitnar á að giska svo oft þegar mér tekst ekki að sneiða hjá fíngerðu glerinu á leið minni um hverfi borgarinnar.
Viðgerðamaðurinn góði sem er kominn í þessa áskrift hjá mér sagði í dag að mest væri um glerbrot í miðborginni. Er borgarstjórinn að spara í hreingerningunum eða var ég bara alltaf áður óvart heppnari en ég er núna?
Es. Sama sprangan sprakk eða liðaðist í sundur tveimur sólarhringum síðar.
Dægurmál | Breytt 23.10.2011 kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)