Birtuvillur

Hallgrímskirkja sést alveg ljómandi vel víða í Reykjavík. Í vikunni var ég svo dolfallin yfir birtunni í bænum og haustlitunum að ég dró upp litlu myndavélina sem ég er alltaf með í skjóðu minni og tók mynd af Hljómskálagarðinum með hina stuðluðu kirkju í bakgrunni. Hún sást ekki! Hún sást ekki fyrr en ég skipti aðeins um sjónarhorn. Það mætti halda að ég hefði strokað hana út en ég kann ekki einu sinni að fótósjoppa.

Hér rétt grillir í HallgrímskirkjuOg hér er ég búin að færa mig aðeins til suðurs og austurs


Bloggfærslur 4. október 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband