Heillandi bjórbann í bland við strípibúllur og tugthús

Helgi Gunnlaugsson leiddi í gær göngu á vegum HÍ og þræddi tugthúsasögu Íslendinga meðfram öðru forvitnilegu. Ef ég væri að leita mér að námsleið myndi ég umyrðalaust fara í tíma til Helga. Það sem maðurinn sagði skemmtilega frá!

Helgi Gunnlaugsson, afkomandi Jóhannesar Zoëga, fyrsta tugthúsmeistara sem sóttur var út fyrir landsteinana Kannski vissu ýmsir af frásagnargleði hans, sem var opinberun fyrir mig, því að fjöldinn var þvílíkur að ekkert varð þverfótað fyrir framan Stjórnarráðið. Að vanda þekkti ég fáa, mínir vinir hafa ekki áhuga á svona

Helgi er hafsjór af þekkingu um málið, enda afbrotafræðingur, en hann leiklas og lék og miðlaði en las ekki bara eða sagði þurrpumpulega frá. Svo ljóstra ég ekki fleiru upp en segi að lokum að hlutfallslega voru umtalsvert fleiri karlar í þessari göngu en ég hef áður séð. Strípibúllur ...?


Bloggfærslur 13. nóvember 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband