Laugardagsfár á föstudegi

Mér finnst það eiginlega fyndið að RÚV skuli ætla að sýna myndina sem John Travolta skein svo skært í í kvöld - öðru sinni á tæpu ári. Myndin sú er náttúrlega ekki nema 34 ára. Og dagskrárstjórinn virðist aftur ekki hafa séð hana því að hefði hann horft (eða fengið álit) væri á henni hóflegt bannmerki. Það eru nefnilega býsna fjandsamlegar senur í þessari mynd sem flestir muna sem hugljúfa dansmynd.

Þetta man ég aðeins af því að í hið fyrra sinni (á síðasta ári) urðu umræður á Facebook um ljótu senurnar og mannfjandsamlegu sem enginn mundi eftir úr bíó.

Nei, annars, þetta er ekki fyndið. Þetta er lélegt og ófaglegt af RÚV.

 


Bloggfærslur 25. mars 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband