Umburðarlyndi prófarkalesarinn

Ég er sjálf þessi umburðarlyndi og skilningsríki prófarkalesari sem um er rætt. Nú er ég að lesa yfir mína eigin þýðingu og finn þar snilldarlega:

 Pia rétti honum öndina.

Þar á hins vegar að standa:

Pia rétti honum höndina.

Að vísu voru þau nálægt vatni - en nei, samt að heilsast.

Og það er meira enda er þetta hluti af þýðingarferlinu. Kannski ætti ég að vera duglegri að prenta út og lesa á pappír, kannski verður maður að fórna umhverfissparnaðinum að einhverju marki. Ég góni eins og fáni og fálki til samans og skil ekki hvernig þetta slapp, lapp, app.


Bloggfærslur 12. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband