Þriðjudagur, 12. apríl 2011
Umburðarlyndi prófarkalesarinn
Ég er sjálf þessi umburðarlyndi og skilningsríki prófarkalesari sem um er rætt. Nú er ég að lesa yfir mína eigin þýðingu og finn þar snilldarlega:
Pia rétti honum öndina.
Þar á hins vegar að standa:
Pia rétti honum höndina.
Að vísu voru þau nálægt vatni - en nei, samt að heilsast.
Og það er meira enda er þetta hluti af þýðingarferlinu. Kannski ætti ég að vera duglegri að prenta út og lesa á pappír, kannski verður maður að fórna umhverfissparnaðinum að einhverju marki. Ég góni eins og fáni og fálki til samans og skil ekki hvernig þetta slapp, lapp, app.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)