Mánudagur, 18. apríl 2011
Getnaðarvarnir gegn afa
Einu sinni heyrði ég brandara um konu á efri árum sem ætlaði að fá sér getnaðarvarnir svo hún yrði ekki amma strax aftur.
En hvað á fólk á þeim aldri að gera ef það vill verða amma eða afi en börnin kunna að verjast getnaði?
Ein leið er kynnt í nýju leikriti Árna Hjartarsonar, langreynds Hugleikara, og sýnd í nokkur skipti á Eyjarslóð 9 fram í maí.
Hjón á fertugsaldri hafa tekið þá framakenndu ákvörðun að eignast ekki börn. Börn trufla starfsframann, skíðaferðirnar, matarboðin, rauðvínsdrykkjuna og ráðstefnuferðirnar. Við erum bara ekki barnafólk, það er prinsipp, segir sá sem ekki vill verða faðir en þegar betur er að gáð vill konan hans verða móðir og ýta framanum, öðrum hlunnindum og prinsippunum til hliðar.
Og þá eru góð ráð dýr.
Þurfa ekki hjón að taka grundvallarákvarðanir saman, s.s. um barneignir, búsetu, atvinnutekjur, útlát og tannburstategund? Getur annar aðilinn ákveðið að hundsa samkomulag sem báðir aðilar hafa gert? Eða gengur kannski annar aðilinn alltaf yfir hinn?
Svo eru feðgarnir hálfgerðir nerðir þegar þeir koma saman og geta tapað sér yfir prímtölum og kvaðratrót, sbr.:
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)