Sunnudagur, 10. júlí 2011
Áhættufag
Störf í ferðaþjónustu eru orðin ansi áhættusöm. Ég er bara pínulítil í þeim heimi en er þegar búin að missa tvo hópa vegna náttúruhamfara og allt stefnir nú í að hópur sem ég átti að fara með hringinn eftir tæpan hálfan mánuð komist ekki hringinn. Hvað þá?
En ég er í alvörunni pínulítil í heimi ferðaþjónustunnar og finn bara mikið til með því fólki sem situr nú í súpunni en veitir þjónustu á ársgrundvelli og er tilbúið að leggja nótt við nýtan dag á sumrin til að allir fari sælir áfram. Það er ekki hægt að kenna neinum um, spár eru ekki nákvæmari og viðbrögð í samræmi við það.
Og gaus Katla? Það er ekki óyggjandi.
Til langs tíma litið hafa svona fréttir auglýsingagildi og eru góðar en ferðasumarið er í uppnámi og ekki bara austan Kirkjubæjarklausturs.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)