Miðvikudagur, 6. júlí 2011
Skásta úrræðið?
Fjölmiðlar segja aldrei nema hálfa söguna ef þeir þá ná því. Ekki skil ég neitt í því sem gerðist við Hótel Frón um helgina annað en að þetta er skelfilegur harmleikur. Hélt móðirin virkilega að þetta væri skásta úrræðið? Og er skásta lendingin að vista hana í fangelsi?
Þegar ég heyrði fréttina fyrst hugsaði ég að þrátt fyrir að fólk armæddist yfir ýmsu á Íslandi í bráð og lengd kannaðist ég þó ekki við að börn væru óvelkomin, ekki óvænt börn, ekki börn einstæðra foreldra, ekki börn barna, engin börn. Þetta kemur mér helst fyrir sjónir sem skelfilega sorglegt - en hvað veit ég um það sem fjölmiðlarnir upplýsa okkur ekki um?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)