Fimmtudagur, 15. september 2011
Skjól af jakkafötum
Ég er að horfa á rás 98 í fjölvarpinu mínu og sé að herrarnir sem birtast þar dag eftir dag gætu verið í sömu fötunum dag eftir dag en ég sé glöggt að konurnar sem koma í ræðustólinn eru ævinlega í öðrum fötum, kannski sömu fötunum og í fyrradag en alls ekki þeim sömu og í gær. Ansi eru karlarnir heppnir að geta falið sig bak við ein jakkaföt alla vikuna ef því er að skipta.
Það er nefnilega ekki eins og maður svitni umtalsvert við ræðuhöld og þurfi að skipta daglega um föt þess vegna - eða hvað?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)