Laugardagur, 15. desember 2012
Skiptir byssueign máli?
Ég er ekkert verseruð í Bandaríkjunum og Kanada en les fréttir og reyni að fylgjast með. Mér eru nokkuð minnisstæðar myndirnar hans Michaels Moores og það var líklega í Bowling Columbine sem hann tók viðtal við Charlton Heston og fjallaði almennt um byssueign sem er einmitt mjög almenn í Bandaríkjunum og ekki í Kanada. Í Kanada leyfa menn sér að vera með dyrnar ólæstar og þaðan berast ekki svakalegar fréttir af fjöldamorðum eins og gerðist núna í Connecticut. Í Kanada er ekki sjálfsagt að hafa byssu í náttborðsskúffunni og hanskahólfinu.
Er þá Barack Obama alveg jafnforhertur og hver annar varðandi byssueign í Bandaríkjunum þegar á hólminn er komið? Staðreyndirnar fara ekki huldu höfði, við vitum öll að með byssum má skjóta fólk og það er einmitt það sem fólk gerir að hluta til með byssunum sínum. Og það getur verið banvænt.
Forlátið málæðið. Ég hefði getað látið duga að segja: Upprætið helvítis ofbeldið. Sometimes you need to be cruel to be kind.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)