Fimmtudagur, 16. febrúar 2012
Að tunna + þf./þgf.?
Í tíma í morgun prófuðum við málkennd okkar á nýja sagnorðinu að tunna. Ég veit hvort ég léti þolfall eða þágufall fylgja. En þú? Að tunna Austurvöll eða að tunna Austurvelli?
Svo ræddum við sögnina að rústa og eftir því sem mér skildist á kennaranum er orðið aldurstengt hvort því sagnorði fylgir nafnorð í þolfalli eða þágufalli.
Hann rústaði íbúðina?
eða:
Hann rústaði íbúðinni?
Ertu unglingur, miðaldra eða yfir sextugt? Ég gæti séð það á svarinu ...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)