Miðvikudagur, 29. febrúar 2012
Sextíuogníu á árinu
Í sjónvarpinu mínu sagði fráfarandi forseti á nýársdag skýrt og greinilega að hann ætlaði að hætta á Bessastöðum. Svo heyrðist mér hann segja að hann hlakkaði til að taka loftslagsmál í fóstur, svona eins og Vigdís tók tungumál að sér.
Ég er til í að veðja miklu að á morgun, hinn, hinnhinn eða í síðasta lagi á mánudaginn segir fráfarandi forseti - aftur - að hann sé að flytja í litla krúttlega rauða húsið sitt í Mosfellsbænum.
Þar er líka hellingur af loftslagi. En hann er auðvitað í fullu starfsfjöri enda fæddur 1943 og gæti ruggað ýmsum bátum í 30 ár enn. Bara ekki í Bessastaðafjöru.
Ég legg flatskjáinn undir og allt það sjónvarpsefni sem birtist frá blaðamannafundinum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)