Sunnudagur, 4. mars 2012
,,Þú dast mér í hug"
Þýskur vinur minn sagði þetta við mig um daginn þegar hann sagði mér að hann hefði verið spurður um leiðsögumann í tiltekið verkefni. Ég varð pínulítið hvumsa en það er ekkert hægt að setja út á þessa setningu.
Mér datt þú í hug hefði ég sjálfsagt sagt sjálf en í báðum tilfellum eltir sögnin frumlagið, alveg eins og manni hefur skilist að sé rétt og viðtekið. Að vísu er hún þá í seinna tilfellinu ópersónuleg og eiginlega órökréttari, rétta útgáfan mín.En hvað er sossum rétt annað en það sem meiri hlutinn hefur komið sér saman um að fari betur en annað? Málfræðin er að minnstu leyti búin til fyrirfram, hún er eftirálýsing til að samræma sem best svo að við tölum sem mest saman.
Það er meinhollt að hlusta á útlendingana sem hafa lært íslensku þegar maður vill kanna þanþol tungumálsins.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)