Í Þjóðmenningarhúsinu

Alveg gæti ég unað mér dagana langa í landsdómi við að hlusta, horfa á fólkið og fylgjast með hvernig efninu er haldið til haga en eftir tvö stutt innlit er mér efst í huga undrun yfir því að fréttamennirnir eru látnir sitja eins og hænur á priki, í besta falli með aukapúða í sætinu og fartölvupullu undir fartölvunni. Og þeir tvíta stöðugt og gera það vel, a.m.k. þar sem ég fylgist með.

Ég gef mér ekki tíma í neinar slímusetur. Þar fyrir utan eru gerð hlé af og til, t.d. ef næsta vitni er ekki alveg mætt, og þá myndi maður hvort eð er ekki nenna að sitja inni og kannski missa sætið sitt næst þegar vitnaleiðsla byrjar.

En sagan er í gangi þarna og það er forvitnilegt að þefa aðeins af henni.


Bloggfærslur 9. mars 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband