Ef leiðsögumaður ...

Leiðsögumenn hafa árum saman barist fyrir því að fá löggilt starfsheiti. Helsti stopparinn er hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Það geta vel verið rök gegn löggildingunni og sumir góðir vinir mínir (sem ekki eru í ferðaþjónustunni) eru ekkert á því að við leiðsögumenn eigum að fá löggildingu.

Það eru til lélegir fagmenntaðir leiðsögumenn, já já, og það eru til óskólagengnir leiðsögumenn á heimsmælikvarða en við höldum samt að löggilding myndi meðal annars koma í veg fyrir þá sjóræningjastarfsemi að útlenskir hópstjórar sem hafa einu sinni komið til landsins kæmu síðan strax næsta ár sem „leiðsögumenn“ án þess að vita nokkuð umfram það sem þeir heyrðu í sinni fyrstu ferð.

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF, var í heimsókn á Bylgjunni í vikunni að tala um Kerið og aðkomu að því - eða ekki aðkomu því að Kerið er í einkaeigu þótt Vegagerðin hafi gert bílastæðið og ferðamálaráð stíginn. Og hún hafði orð á leiðsögumönnum!


Bloggfærslur 29. apríl 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband