Þriðjudagur, 3. apríl 2012
Strætó á páskum
Ég stefni á svakalegt ferðalag um páskana upp í 129 Reykjavík eða eitthvað álíka. Strætó fer ekki alla leið sem er allt í lagi fyrir mig því að ég ætla að taka hjólið með í uppsveitirnar og hjóla svo til baka eftir heimsóknina. En ég var ekki alveg viss um að allir vagnar tækju hjól þannig að ég fór að grúska í straeto.is. Og viti menn, ég fann þetta:
Heimilt er að ferðast með barnavagna og barnakerrur í vögnum strætó, meðan (og ef) rými leyfir.
Reiðhjól eru einnig leyfileg meðan (og ef) rými leyfir. Barnavagnar og hjólastólar hafa forgang og geta hjólreiðamenn þá átt það á hættu að vera vísað úr vagninum með hjól sín.
Látum vera þó að ég fái ekki að fara í vagninn ef svo óheppilega skyldi fara en að eiga það á hættu að vera úthýst ef barnavagn eða hjólastóll mætir finnst mér dálítið hæpið þótt ég skilji vitaskuld forganginn. Vitanlega.
Eitthvað segir mér samt að það reyni ekki oft á þetta. Og ég er ákveðin í að taka sénsinn en hafa borð fyrir borð og mæta klukkutíma of snemma í búðinginn. Verst að veðurspáin skuli ekki vera áreiðanlegri ...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)