Þriðjudagur, 15. maí 2012
Kastljósið á Huang
Ég gat ekki betur heyrt en að ólík sjónarmið kæmust óáreitt í gegnum Kastljósið í kvöld. Ég hef verið frekar efins um skynsamlegheit þess að selja/leigja einhverjum - hverjum sem er - stórt landflæmi til að byggja upp hótel og golfvöll og eftir þáttinn í kvöld, þar sem ýmis sjónarmið voru viðruð, er ég alveg viss. Ég - sé - ekki - viðskiptavitið - í - þessari - hugmynd.
Einhver á eftir að sannfæra mig um að Huang trúi því sjálfur að þetta sé hagkvæmt og mögulega arðbært. Þarna verður hvað kaldast á landinu og veðrið breytist ekki vegna þess að einum manni hugnast það.
Ég trúi ekki á þessa uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Gleyma menn því að þarna eru ferðaþjónar nú þegar?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 15. maí 2012
... við velsæla framtíð þeirra ... (bls. 70)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)