Fimmtudagur, 17. maí 2012
,,Maður er sleginn í andlitið, andlitið gleymir kannski högginu, maðurinn ekki."
Og neðar á sömu síðu (30) í Hjarta mannsins:
Það verður enginn sterkur á mýktinni.
Jón Kalman Stefánsson svíkur mig ekki. Hann er á svipuðum slóðum og í Himnaríki og helvíti og Harmi englanna og dregur upp svo sterkar myndir. Þetta var harðbýlt land, er það kannski enn en ekkert í líkingu við það sem tíðkaðist fyrir daga tækninnar.
Ég er ekki búin með bókina, heppin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)