Fór víða um helgina og get boðið upp á útgönguspá

90% karlanna sem ég hitti um helgina ætluðu að kjósa Ólaf Ragnar. Þeir eru flestir einyrkjar í störfum sínum, mest við akstur. Ástæðan: Hann bjargaði okkur frá hrikalegri skuldsetningu, ef hann hefði ekki neitað Icesave værum við núna að borga geðveika vexti og ættum engan pening fyrir okkur sjálf. Hin ástæðan: Hann er hvort eð er á kaupi til æviloka.

Æ, ég hitti svo fáar konur, en karlarnir voru á því að þær myndu kjósa Þóru.

Ég spái að það verði mjótt á mununum.

En hættum að birta skoðanakannanir, við vorum flest sammála um það. Þær eru skoðanamyndandi.


Bloggfærslur 24. júní 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband