Bankaþjónusta á landsbyggðinni

Ég hef aldrei verið gömul netlaus kona á landsbyggðinni og mér finnst mjög erfitt að setja mig í hennar spor. Ef ég þyrfti á bankabyggingu að halda til að sækja og leggja inn pening yrði ég alveg hvínandi reið út í héraðið mitt ef húsið sjálft yrði tekið frá mér með þjónustunni. Bankaþjónusta er einmitt þjónusta.

Sem nettengdri konu með 10 bankaútibú í göngufæri finnst mér hins vegar yfirbyggingin alveg forkastanleg. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að menn geti ekki talað saman af skynsemi og komist að lausn í stóra Landsbanka-á-landsbyggðinni-málinu.

Ef menn geta ekki fært fram nein önnur rök en þau að útibúanna sé þörf vegna atvinnunnar sem þau skapa detta mér í hug unglingarnar sem henda tyggjói á götuna og segja þegar maður lítur grimmdarlega á þau:

Atvinnuskapandi.

Ekki ætla þau samt að borga launin.


Bloggfærslur 5. júní 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband