Mánudagur, 14. janúar 2013
Að nefna eftir eða láta skíra í höfuðið á
Ég er að reyna að læra þetta. Ef barn er nefnt nafni einhvers á lífi er það skírt í höfuðið á þeim einstaklingi, annars heitir það eftir (hinum látna). Eða hvað?
Ég er búin að kynna mér að þetta er mörgum tamt á tungu en ég hef enga sérstaka tilfinningu fyrir þessu. Er það ekki ábyggilega þannig að maður skíri á höfuðið á þeim sem lifir en eftir hinum látna?
Ojæja, þetta dugir kannski ekki til að ég leggi það á minnið ef ég er enn í vafa ...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)