Fimmtudagur, 10. október 2013
Skiptir sæstrengur máli?
Maður þyrfti auðvitað að lesa skýrsluna um sæstrenginn. Hún er 55 blaðsíður. Menn hafa fundað og rætt, skrifað fundargerðir og komist að niðurstöðu. En mín tilfinningalega niðurstaða er sú að það er löng leið til þeirra landa sem gætu viljað kaupa af okkur orkuna. Á þeirri leið gæti margt farið úrskeiðis. Ef afhending klikkar verður einhver viðtakandi óhress enda fær hann ekki orkuna eins og hann býst við. Af því ber einhver skaðann og bjargföst meining mín er að það yrðum við.
Mikið vildi ég að einhver gæti afsannað þessa kenningu mína og það með að öll orkan sem við værum aflögufær um gæti í mesta lagi lýst upp tvær breskar borgir.
Það er nær að byggja upp atvinnu á Íslandi og selja fyrirtækjum hér orkuna sem við getum með góðu móti framleitt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)