Gísli, er ekki helgi? - Gísli er ekki Helgi, eða hvað?

Ég var að horfa á Sunnudagsmorgun af því að ég var að heiman í morgun. Það var alveg eitthvað í lagi en upp úr stendur í mínum huga að þetta er alröng tímasetning fyrir þátt af þessu tagi. Mér finnst reyndar sunnudagshádegi almennt séð ekki eðlilegur tími til að horfa á sjónvarp en svona margir léttir strengir, og tilgerðarlegir, kalla fram kjánahrollinn minn.

Og var ég þó fyrirfram dálítið jákvæð út í hjólagarpinn.

Þegar efninu sleppir má halda áfram að gagnrýna öll hrópin. Veit Gísli ekki að míkrófónninn hans magnar upp hljóðið?

En ég er svo mikill sökker að ég horfi aftur næst.


Bloggfærslur 27. október 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband