Miđvikudagur, 20. mars 2013
Réttur barna til samvista viđ bćđi foreldrin
Tölfrćđi forrćđislausra foreldra og hlunnfarinna barna ţvćlist dálítiđ fyrir mér en flestir hljóta ađ fallast á ađ mörg börn eiga fráskilin foreldri (reyni hér međvitađ ađ halda kynhlutleysi orđsins). Sem betur fer eru móđir og fađir oft bćđi ábyrg og hugsa um hag barnsins. Ţannig býr barn iđulega á heimili beggja viku og viku í senn. En nú les ég í leiđara Ólafs Stephensen ađ löggjöfin hafi ekki náđ ađ halda í viđ ţađ.
Samkvćmt barnalögum frá 2003 er líka tilfelliđ ađ barn getur ađeins átt lögheimili hjá öđru foreldri:
Ţegar foreldrar fara sameiginlega međ forsjá barns skulu ţeir taka sameiginlega allar meiri háttar ákvarđanir sem varđa barn. Ef foreldrar búa ekki saman hefur ţađ foreldri sem barn á lögheimili hjá heimild til ţess ađ taka afgerandi ákvarđanir um daglegt líf barnsins, svo sem um hvar barniđ skuli eiga lögheimili innan lands, um val á leikskóla, grunnskóla og daggćslu, venjulega eđa nauđsynlega heilbrigđisţjónustu og reglubundiđ tómstundastarf. Foreldrar sem fara saman međ forsjá barns skulu ţó ávallt leitast viđ ađ hafa samráđ áđur en ţessum málefnum barns er ráđiđ til lykta.
Ţetta er ósanngjarnt gagnvart ţví foreldri sem barniđ á ekki lögheimili hjá. Ćtlađi ekki einhver ađ breyta ţessu?
Snýst ţetta kannski um ađ ţjóđskrá á ekki fleiri reiti? Leyfir ekki tćknin tvö heimilisföng eins og virđist eiga viđ um löng eiginnöfn fólks?
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)