Hraðfréttir Gonzales

Ég er yfirleitt áhugasöm um nýjungar, mætti jafnvel kalla tilbreytingu. Í vinnu er ég spennt fyrir nýjungum nýjunganna vegna. Breyting, jafnvel þótt hún sé í einhverju tilliti óþörf, getur leitt til góðs, opnað nýjar brautir, bætt aðferðir og haft skemmtigildi. Ég læri eitthvað nýtt og það viðheldur ferskleikanum.

Mér fannst Hraðfréttir sjúklega fyndndar fyrstu tvö, þrjú skiptin og ágætar í nokkur skipti eftir það. Mér fannst ég svolítið þurfa að verja það af því að ég þekki marga sem fannst þær asnalegar. Nú horfi ég stundum og mér stekkur ekki bros. Brandarinn er búinn. Hugmyndin lifir ekki meira en fimm, sex skipti. Þessar snöggsoðnu ekkifréttir, lélegt grínið, yfirlætið - allt þetta á ekki erindi lengur.

Berglind hefur talað ...


Birgitte Nyborg

Ég missti af Höllinni á sunnudaginn og frétti að Birgitte hefði verið grilluð í beinni útsendingu í kappræðum. Nú sá ég endursýninguna og já, hún var sossum grilluð - en ef fréttamenn gæfu frambjóðendum svona mikinn tíma og svona mikla athygli myndu þeir almennt hlaupa meira og oftar á sig. Vandinn er að spyrlar eru á eilífum hlaupum frá dýptinni (ekki síst núna þegar framboð eru mjög mörg) og frambjóðendur eru sjaldan þýfgaðir um djúp svör við djúpum spurningum.

En Birgitte sem gaf frá sér orðið og athyglina, það dýrmætasta sem frambjóðendur hafa í kosningabaráttu, segir okkur auðvitað að hana vantaði þekkingu á efnahagsmálunum. Hún ætlaði að skauta í gegnum þáttinn á fyrirsögnum.

Er ekki ein Birgitte eða tvær í íslenskri pólitík?


Bloggfærslur 12. apríl 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband