Mánudagur, 22. apríl 2013
Sjómannaafsláttur?
Í kosningaþætti Rásar 2 í Suðvesturkjördæmi var áðan spurt um sjómannaafslátt. Flestir frambjóðendur vilja hann ekki. Ég vil heldur ekki sjómannaafslátt (hvurs lags orðskrípi er þetta líka eiginlega?), ekki frekar en leiðsögumannaafslátt. Hins vegar er eðlilegt að launþegar - eins og sjómenn, vegagerðarmenn og leiðsögumenn - sem eru löngum stundum að heiman og hafa í raun ekki forræði yfir frítíma sínum fái dagpeninga.
Ekki satt?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)