,,Ómetanleg landkynning"

Nú heyrist að Simpson ætli að tala íslensku eða um Ísland, nema hvort tveggja sé, í þætti kvöldsins á Stöð 2. Í fréttayfirliti heyrði ég rétt í þessu Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóra Íslandsstofu, segja að þetta væri ómetanleg landkynning. Ég vildi að ég hefði rangt fyrir mér en ég held að áherslan í ferðaþjónustunni sé mikið til sú að fá fleiri ferðamenn til landsins.

Ég er ekki búin að fara neitt með ferðamenn á árinu en ég heyri hjá þeim sem eru til dæmis búnir að fara hringinn með túrista að víða sé enn lokað og það er ekki endilega vegna tíðarfarsins, okkar kalda vors. Ferðaþjónustan er ekki orðin að heilsársatvinnugrein nema í örlitlum mæli þannig að það þýðir ekki að hjakka í því að fá fleiri gesti hingað, það verður þá að vera hægt að bjóða þeim boðlega þjónustu um allt land á öllum árstímum.


Bloggfærslur 20. maí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband