Brynhjarta Jos Nesbøs

Það hentaði mér ekkert sérstaklega vel að hnjóta um nýjustu bókina eftir Jo Nesbø fyrir hálfum mánuði en ég gat ekki látið blaðsíðurnar 700 á móti mér. Nú er ég búin með hana og fyrir utan JamesBondlegan endi fannst mér hún svaðalega spennandi. Til viðbótar þykist ég líka betur skilja hversu varhugavert getur verið fyrir nytsama sakleysingja að rápa til verulega fjarlægra landa, ekki bara í landfræðilegum skilningi heldur ekki síður menningarlegum. Ekki vill maður gufa upp eins og döggin og ekki vil ég narta í Leópoldsepli.

Og er ekki eitthvað til í því að fólk eigi það til að hverfa sporlaust í Paragvæ?


Bloggfærslur 3. júlí 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband