Fimmtudagur, 15. ágúst 2013
Bílgreinasambandið - verðmat/verðmyndun
Ég er að fara að kaupa bíl. Þá er að ýmsu að hyggja, aðallega lit og lögun náttúrlega. Svo hugsa menn eitthvað aðeins um týpuna, getuna og verðið. Og mér var ráðlagt að skoða vef Bílgreinasambandsins til að átta mig á hvað væri eðlilegt að bjóða í girnilegan bíl. Nú er ég búin að setja inn ýmsar tegundir og miðað við tölurnar sem koma upp verðleggja allir bílana sína hundruð þúsunda umfram eðlilegt verð. Hversu mikið er þá að marka þessa reiknivél?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)