Fegursta orðið - að mínu mati eða þínu

Leitin að fegursta orði íslenskunnar er mér að skapi. Hana má réttlæta eða útskýra með því að við förum að lesa meira, grufla, fletta, spá og spekúlera, tala saman, jafnvel búa til merkingarbær orð. Tungumálið er síkvikt. Ég er enn bara í orðum sem ég hef heyrt menn hampa sem fögrum: foss, dalalæða, himbrimi, dögurður, lævirki, meinbægni, hljómkviða, Glóðafeykir - hljómfögrum orðum óháð merkingu. Eða er það merkingin sem menn tengja við og skapar fegurðina, dulúðina, aðdráttaraflið?

Þess vegna get ég ekki gúterað að dómnefnd viðurkenni þær „tillögur“ sem henni „þykja skara fram úr“. Hvernig geta orð keppt í fegurð? Eina skynsemin er að láta afl atkvæða ráða niðurstöðunni.

 

 


Bloggfærslur 24. september 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband