Strætó í áskrift

Eftir að strætó fór að leika rútu hefur verðskráin verið algjörlega út úr kortinu. Að sönnu er eitthvað ódýrara að fara núna staka ferð til Sauðárkróks en var með Sternu en bæði eru vagnarnir lægri og þar með hættulegri úti á vegum og svo er galið að láta eins og nokkur maður fari akandi daglega milli landshluta. Afsláttarkjörin eru því tómt húmbúkk.

Nú hefur blaðamanni Vísis dottið í huga að spyrja strætó út í verðskrána og svarið er vitaskuld lélegur brandari. Reiknivélin er mannanna verk og er mötuð á ótækum forsendum.

Almenningssamgöngur hvað? 


Bloggfærslur 31. janúar 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband