Ofát á aðventunni

Einhvern tímann heyrði ég kenningu nema það hafi hreinlega verið rannsókn sem ég las. Maður í aðhaldi borðar köku sem hann heldur að sé ofhlaðin kaloríum og fær sér aftur af því að hann hefur hvort eð er látið fallerast. Sá sem heldur að kakan sé ekki eins kaloríurík fær sér ekki aftur af því að aðhaldið er ekki farið út um gluggann. Báðir mennirnir fitna jafn mikið eða lítið af fyrstu sneiðinni, þetta snýst bara um hvað þeir halda í hausnum á sér.

Nú segi ég: Þótt maður fái sér kannski fullmikið kruðerí á aðventunni getur maður samt gætt hófs næsta dag því að saran er ekki eins og verðbólguskot sem hækkar lánið varanlega. Maður gæti samt verið í kjörþyngd á aðfangadag. En ég er enn ansi södd síðan í gær ...


Bloggfærslur 19. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband