Brot á umferðarlögum

Ég fagna því að um áramót eigi að fara að sekta okkur fyrir að leggja bíl röngu megin miðað við akstursstfnu. Þegar maður leggur þannig brýtur maður alltaf lögin og eins og bent er á í fréttinni hefur ríkt úrræðaleysi gagnvart brotunum. Ég játa með trega að ég var búin að gefast upp fyrir fjöldabrotunum og farin að leggja svona sjálf af því að öllum virtist sama. 

Aldrei framar.

Því miður finn ég ekki skýrt ákvæði um þetta í nýjum umferðarlögum, bara þetta í 28. gr.:

Utan þéttbýlis má einungis stöðva eða leggja ökutæki hægra megin miðað við akstursstefnu.


Bloggfærslur 20. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband