Laus störf í heilbrigðisgeiranum

Ég er í frábæru starfi þar sem þekking mín, menntun og reynsla nýtist til fulls. Ég hlakka alla daga til að mæta og kljást við textana, fundargerðir og ýmsar tæknilegar hliðar, en þegar ég ráfa inn á Starfatorgið af forvitni einni saman fæ ég oft hland fyrir hjartað. Þar er í sífellu auglýst eftir heilbrigðisstarfsfólki. Það er ekki tekið fram í auglýsingunum en svo virðist sem fólki sé ætla að hlaupa alla vaktina og helst lengur á lúsarlaunum miðað við menntun, ábyrgð og vinnuframlag.

Ætlum við í alvörunni aldrei að taka U-beygjuna og umbuna fólki fyrir að bjarga lífi og heilsu okkar?

Öll störf skipta máli ef þeim er sinnt af alúð og ég reyni að hlúa að máltækninni þannig að við getum lengur talað móðurmálið í heimalandinu en ég vildi alveg geta lengt líf og aukið lífsgæði fólks. Ef ég væri að velja mér nám núna veldi ég sennilega hjúkrunargrein.


Bloggfærslur 22. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband