Vettvángur dagsins

Ég horfi næstum alltaf á Silfrið og oft ofbýður mér tilgangsleysi umræðunnar. Menn tala um sjálfsagða hluti og bæta engu við. Það er algengt, menn ræða sig sjaldnast að niðurstöðu og hver nýr umræðuþáttur bætir litlu við. Nú er ég auðvitað að alhæfa og biðst afsökunar á því en það er samt svo svakalegt að við tölum og tölum (eins og ég núna) og ekkert breytist.

Kári sagði að ef tölur væru réttar þyrfti að rannsaka málið og fá botn í umræðuna. Heiðrún svaraði ýmsu spaklega eins og hún hefur tileinkað sér en hún svaraði bara ekki gagnrýni Kára. Og svo gekk á þessu í hálftíma, endurtekningar á endurtekningar ofan. Ég er sammála Kára um mikilvægi sjávarútvegs og er montin af fiskveiðum sem héldu lífinu í okkur öldum saman. Og það er ótækt að lítill hópur manna, íslenskra eða erlendra, haldi ágóðanum fyrir sig. Við vitum öll að heilbrigðiskerfið er undirmannað og undirfjármagnað. Því miður er ég ekki heilbrigðismenntuð og því algjörlega getulaus í því kerfi en mér finnst brýnt að það standi sig. Ég væri til í að borga meiri skatta en ég geri ef ég væri viss um að skattfé mitt rynni ekki lóðbeint í hít þeirra sem mest mega sín. Það óttast ég núna. Og það er fokkings slæmt. 

Getur einhver sannfært mig um að skattfénu mínu sé vel varið?


Bloggfærslur 8. desember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband