Sektum sóðana

Ég er að lesa viðtal við Örlyg sem plokkar plast á kajakbátnum sínum. Hattur ofan fyrir honum. Hins vegar finnst mér að við eigum að reyna að ráðast að rót vandans og koma í veg fyrir allt þetta rusl. Í fyrsta lagi ætti ekki að framleiða eins mikið af einnota plasti og er gert og í öðru lagi skilst mér að í sumum löndum sé hægt að sekta fólk sem verður uppvíst að því að henda drasli á t.d. götuna. Ekki kemst upp um öll þau brot frekar en önnur brot en það ættu að vera viðurlög við því að spilla umhverfinu fyrir öðrum.


Bloggfærslur 26. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband