28. febrúar 2020

Daginn sem fyrsta smitið greindist á Íslandi, 28. febrúar 2020, lenti ég í Keflavík eftir vikudvöl í Egyptalandi. Ég viðurkenni að þannig fór ég vel nestuð inn í þetta 10 mánaða einangrunartímabil á Íslandi. Fríið var vel heppnað og meðvitund um Covid frekar lítil. Ég man samt frá því áður en við fórum að mér fannst óþarfi að allir fréttatímar í byrjun árs hæfust á umræðu um þetta óskaplega fjarlæga vandamál, svona eins og að allir fréttatímar æskuára minna byrjuðu á upptalningu á aflatölum þorsks, a.m.k. í minningunni.

Í dag, 10 mánuðum síðar, eru vísindamenn búnir að leggja krafta sína svo saman að fyrsti skammtur af vonandi nothæfu og gagnlegu bóluefni er lentur í Keflavík.

Ég trúi á þetta vandamál og ég trúi á lausnina. Og nú trúi ég því að næsta sumar geti ég leikið lausum hala. Þangað til mun ég stilla væntingum mínum í hóf.


Bloggfærslur 28. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband