Ef ríkið bjargar

Ég hafði ekki einu sinni hugmyndaflug til að sjá fyrir mér að fyrirtæki gætu fengið fyrirgreiðslu og borgað sér arð. Góðir punktar hjá Jóhanni Páli:

Ef ráðist verður í björgunaraðgerðir fyrir fólk og fyrirtæki á Íslandi er full ástæða til að gera kröfu um að ríkisaðstoð til fyrirtækja verði háð skýrum skilyrðum um samfélagslega ábyrgð, umfram þá sjálfsögðu kröfu að ekki verði farið í uppsagnir eða fyrirtækin blóðmjólkuð með arðgreiðslum og kaupum á eigin hlutabréfum. Ef við leyfum okkur að hugsa út fyrir rammann væri til dæmis hægt að krefja öll stærri fyrirtæki, sem vilja halda áfram að fá ríkisaðstoð meðan korónaröskunin gengur yfir, um að minnka kolefnisfótspor sitt varanlega, draga úr launamun innan vinnustaðar, loka skattaskjólsreikningum ...


Bloggfærslur 19. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband