Ef útgöngubann ...

Ég hef ekki hugmynd um hvað almannavarnateymið gerir næst, treysti því bara til að hafa miklu meiri upplýsingar en ég hef og að þetta góða fólk taki ákvarðanir út frá almannaheill, en útgöngubann verður algjör tortúr fyrir mig.

Ég er ekki að missa vinnuna, ekki húsnæðið, ekki heilsuna, ekki fjölskylduna, ekki vinina, ekki áhugamálin, ekki lífsgleðina – þannig að ég má ekki kvarta og ætla ekki að kvarta þótt mig langi til að kveina yfir mögulegu útiverubanni. Ef mér verður borgað fyrir að æfa mig að elda nýja rétti og lesa trílógíu sr. Árna Þórarinssonar kyngi ég samt leiðindunum. Í fyrra las ég doðrant Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann og það var algjörlega þess virði en sumt las ég úti við ...


Bloggfærslur 21. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband