Sjálfsþurftarbúskapur

Ég get bakað og eldað en ég er öðrum háð um hráefni. Ég get unað mér við bækur og útvarp en treysti á sköpun annarra. Ég er hraust og veikist sjaldan en ef ég veikist get ég ekki læknað mig sjálf.

Við búum í samfélagi þar sem fólk nær vonandi að rækta sínar sterku hliðar og hver leggur það af mörkum sem hann er hæfastur í en treystir á hina með hitt. Og hvaða stéttir skipta nú líf og heilsu fólks máli? Láglaunastéttirnar. 

Þegar við verðum komin fyrir vind í veirumálinu vona ég að gildismatið hafi breyst og ferðamátinn líka.


Bloggfærslur 22. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband