Gestrisni Egyptinn

Ég fór í vel heppnaða vikuferð til Egyptalands, svo sem til að hlaupa í píramídahlaupinu sem var nú haldið öðru sinni en líka til að skoða mig um. Ferðin var skemmtileg og við brölluðum ýmislegt og sáum eitt og annað. Mig langar aftur til Afríku, t.d. til Marokkó eða hreinlega Namibíu, en grái liturinn í Egyptalandi situr í mér. Ég er mikið fyrir liti og á þeim er átakanlegur skortur. Hús voru illa farin og samlit umhverfinu, klæðnaður fólks var líka í jarðarlitunum enda var mikið starað á mig. Að sönnu er ég ljóshærð og vek þannig eftirtekt en ég var líka í bleiku, skærgrænu og appelsínugulu.

Og sögur af gestrisni Egypta eru ýktar, þeir eru ágengir og vilja hafa af manni tekjur. Allt skiljanleg sjálfsbjargarviðleitni en ég má líka segja sannleikann.

Fyrir tveimur árum fór ég í hlaupaferð til Tel Aviv og þegar ég kom heim þaðan sagði ég líka: Ég þarf ekki að fara aftur til Ísraels.

Næst langar mig til Kúbu eða Jamaíku.


Bloggfærslur 4. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband