Yacoubian-byggingin eftir Alaa al-Aswany

Í vikuferð minni í Egyptalandi um daginn las ég eina þýðingu á egypskri skáldsögu. Yacoubian-byggingin er eins og heilt samfélag þar sem ýmsum hópum ægir saman og menn lifa sumir í sátt og aðrir ekki. Tíðarandinn er talsvert ólíkur því sem maður þekkir úr ísköldum íslenskum raunveruleika, stéttskipting mikil og lífsbaráttan hörð hjá sumum.

Nágrannakrytur voru áberandi og systkinum uppsigað hvoru við annað. Það kannast ég við þótt ástæðurnar hafi verið aðrar. Hins vegar var líka mikil samheldni ef raunverulega bjátaði á. Þá talaði nágrannasamfélagið einni röddu og allir hlupu undir bagga.

Fátækum Egyptum var ekki leyft að fara úr landi. Bæði höfðu þeir ekki efni á að fara í langferðalög og svo óttuðust stjórnvöld að þeir sneru ekki aftur ef þeir fengju að fara. Ég spurði á yfirreið minni nokkra Egypta hvert þeir færu í sumarfrí. Þeir horfðu bara stóreygir á mig. Holiday? Vacation? Hvað þýddi það? Jú, þeir færu til Alexandríu þar sem er ekki kæfandi hiti á sumrin, það var besta boð.

Og nú þyrfti ég að lesa trílógíu Naguibs Mahfouz.


Bloggfærslur 7. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband