Matarsóun og gámar fyrir utan verslanir

Ég er í blaðamennskunámi í HÍ og okkur var bent á þætti sem nemendur fyrri ára hafa gert undir lok skólaársins. Fyrir tveimur árum fjallaði hópurinn um loftslagsmál í víðu samhengi, mest samt um matar- og fatasóun. Þátturinn er gerður undir styrkri stjórn kennara og ég hefði sjálf verið mikið til í þetta efni. Í þættinum er m.a. talað við mann sem tekur úr gámum fyrir utan verslanir algjörlega óskemmdan mat sem verslanirnar hafa HENT, fólk sem hefur starfa af því að stýra okkur í betri neyslu og háskólanemendur um viðhorf þeirra til nýtingar. Ég er alveg hugfangin af því hvernig til tókst.

Þátturinn er tæpur klukkutími og hann hefði átt að fá meiri útbreiðslu - en það er ekki of seint! 

Um hvað ætti minn hópur að fjalla? Hvað gerðist 1921 sem ætti þá 100 ára afmæli á þessu ári?


Bloggfærslur 17. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband