Þriðjudagur, 19. janúar 2021
Tryggingar
Tryggingafélagið mitt sendi mér póst um tryggingaiðgjöld næsta árs. Fyrir sömu tryggingar, sömu þjónustu, sömu eignir eiga nú tryggingar að hækka um 9,3%. Er það verðbólgan? Eru það launahækkanir? Nei, ég held ekki. Ég held að svarið sé:
FÁKEPPNI.
FÁMENNI.
VIÐSKIPTASIÐFERÐI (eða skortur á því).
ANDVARALEYSI (m.a. mitt).
Ég sendi póst í fyrra og nei, því miður, félagið gat ekki lækkað iðgjaldið sem hækkaði þá líka ómaklega milli ára. Ef ég fer með viðskiptin annað lækkar einn liður en annar hækkar. Mér er misboðið en úrræðin eru engin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)