Nýir siðir

Munið þið hrákadallana? Nei, auðvitað ekki, ekki frekar en ég. En hrákadallar voru mikið til siðs svo menn hræktu síður á gólfið sem áður hafði verið til siðs. Ég tengi hráka og hrækingar við sóðaskap en ástæðan fyrir því að mönnum var uppálagt að hætta hrækingum í tíma og ótíma var sýkingarhætta.

Eftir einhver ár eða áratugi verður kannski litið á handabönd eins og ég lít á hrækingar núna. Sem sóðaskap.

Merkilegir tíma sem við lifum.

hrákadallur


Bloggfærslur 6. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband