Banamein: samviskubit

Ég segi mér það ekki til hróss en ég er hroðalega samviskusöm. Samviskusemi finnst mér vissulega kostur en öllu er hægt að ofgera. Samviskusemin fór langleiðina með að keyra mig út af sporinu í fyrri vinnu þannig að ég sagði loksins upp. Ég er núna í vinnu sem er líka skemmtileg og krefjandi en mér tekst að mestu að sneiða hjá því að ætla að gleypa allan heiminn.

Hins vegar býr yndislegur köttur í næsta húsi sem vill endilega vera sem mest hjá mér. Ég þarf að beita mig hörðu til að loka hann úti og það er harðbannað að gefa honum að borða þannig að ég kvelst við það að snúa mér undan þegar trýnið á honum er fast við svalahurðina og ef hann skyldi sleppa inn er ég með samviskubit yfir að hafa hleypt honum inn.

Samviska drepur og passið ykkur bara á henni!


Bloggfærslur 14. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband