Til höfuðs leigubílstjórum?

Ég fylgdist með umræðu á Alþingi í vikunni um leigubílaakstur. Frá mínum bæjardyrum séð var þar málþóf á ferðinni, svo mikið var um endurtekið efni, spurninga spurt og ekki hlustað á svörin. Ég veit ekki hvað er sannast og best en ég er alltaf til í að skoða nýjungar.

Svo varð mér litið inn á fréttamiðil og las frétt um að 20-30 leigubílar hafi hringsólað um Alþingishúsið meðan á umræðunni stóð.

Einn þingmaðurinn fullyrti að Uber myndi fylgja skortur á öryggi, m.a. fyrir fatlaða.

Ég hef aðeins einu sinni tekið Uber þannig að ég er ekki sú reynslumesta, en getur verið að menn séu að æsa sig að óþörfu? 

Svo las ég þráð á Facebook þar sem kona nokkur segir föður sinn hafa verið leigubílstjóra og ævinlega undrast einokunina.

leigubíll 1

LEIGUBÍLL 2

leigubíll 3

Ég þekki ekki þessa Þóru en ég tek undir með hennar sjónarmiðum og trúi því sem hún deilir með lesendum af reynslu sinni. Þráðurinn sem hún skrifar athugasemdir sínar við er opinn öllum þannig að ég voga mér að birta skjáskotin með nafni.

Ég hef ekki tekið leigubíl í háa herrans tíð en man eftir að hafa sagt á fundi með leiðsögumönnum, sem sumir hverjir eru líka leigubílstjórar, að gjaldið fyrir farið væri mikið að borga og lítið að fá. Bíll úr miðbænum upp í efri byggðir skilst mér að kosti auðveldlega 10.000-kall sem flestum finnst væntanlega blóðugt að borga en sá sem tekur túrinn er kannski búinn að bíða launalaus í klukkutíma eftir túrnum.

En hvar kemur fram að þjónustan við blinda og hreyfihamlaða muni minnka ef fleiri leigubílstjórum verður hleypt inn á markaðinn? Ætti ekki frekar samkeppnin að aukast eða fleiri bílar að vera á ferðinni þegar eftirspurnin er mest, t.d. um helgarnætur?

En ég trúi á breytingar og ekki of mikla vanafestu.


Bloggfærslur 18. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband