Fullveldisdagskrá VHS

Ég hef engan hitt í dag sem horfði á fullveldisdagskrá VHS í gærkvöldi. Mér skilst að VHS-hópurinn sé í grunninn spunahópur og kannski unnu þau þáttinn í einni töku og voru lítið búin að undirbúa framvinduna. Það er a.m.k. eina rökrétta skýringin á þessu sundurleita, sundurlausa sundurgerðarefni sem áhorfendum var boðið upp á. Það alalalbesta í þættinum var viðvera Gunnars Þórs Jónssonar sagnfræðings.

Ég á ekki von á að fólk horfi á þetta eftir á þannig að ég skal nú reifa þáttinn í örfáum orðum. Þau fjögur sem skipa hópinn voru í setti og á einum veggnum var hurð sem átti að opnast út í Kaupmannahöfn. Svo fóru þau inn og út um þessar dyr og voru þá ýmist í dönskumælandi umhverfi eða aftur í setti. Hugmyndin skilst mér að hafi verið að rifja upp í spunaformi hvernig við sögðum skilið við Danmörku fyrir 124 árum.

Mér fannst þau ófyndin og svo sjálfhverf og sjálfsupptekin að ég á ekki til frekari orð til að lýsa þessu. Jú, eitt enn, ef ég frétti af einni ungri manneskju sem hafði gaman af þessu mun ég óska eftir rökstuðningi.


Bloggfærslur 2. desember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband