Þórsdóttir þjóðminjavarðar

Hér er tvennt sem ég skil ekki.

Ég skil auðvitað ekki hvernig nokkrum ráðamanni getur dottið í hug að ráða í svona starf án þess að auglýsa það. Hvernig má það vera? Ég segi eins og fleiri hafa sagt, sú sem var ráðin getur verið alls góðs makleg en það sannar ekki að hún hafi verið besti kosturinn. Margir aðrir kostir biðu þess með óþreyju að fá mælingu á möguleikum sínum í starfið.

Svo skil ég alls ekki hvernig almannafréttaveita sem er rekin af skattfé og hefur alla burði til að hafa nægan mannskap til að sinna verkunum getur ekki haft föðurnafn hinnar nýráðnu rétt, þótt vísað sé í fréttinni á frétt þar sem hún er réttilega skrifuð Þórsdóttir og það sé á flestra vitorði að faðir hennar sé Þór Magnússon, áður þjóðminjavörður.

Nú er kominn rúmur sólarhringur síðan fréttin var birt en enginn með aðgang að vef RÚV hefur hnotið um þetta.


Bloggfærslur 30. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband